laugardagur, janúar 27, 2007
Það er rigning úti en það er allt í lagi, ég er inni.
Þið hafið heyrt um hann.
Ég kynnt hann fyrir sumum ykkur.
Sum hafið séð hann, sum ekki.
Það er kannski langt síðan ég hef minnst á hann.
Ég hef reynt að útiloka hann úr hugsunum mínum.
Það gengur ekkert.
Sama hvað ég bölva honum mikið.
Sama hvað ég grátbið hann um að láta mig vera.
Hann hlustar ekki, honum er sama.
Drullusama.
Skítsama.
Það eina sem hann gerir er að angra mig daginn inn, og líka daginn út.
Það er liðið meira en ár síðan hann byrjaði á þessu.
Meira en ár!
Ég hef fengið mig fullsadda af þessu kjaftæði í honum.
Láttu mig bara vera.
Fjandans fjörfiskurinn þinn.
Tinna - Leti er lífsstíll
tisa at 16:18
0 comments
miðvikudagur, janúar 24, 2007
Það er ekki hugsunarleysi, það er framkvæmdarleysi
Ég held ég eigi leynilegan aðdáenda.
Eða stokker bara, er það samt ekki sami hluturinn?
Eða kannski skjátlast mér.
Það væri þá ekki í fyrsta skipti.
Bíllinn varð fyrir svona bully í dag. Bullyinn var í formi Porche jeppa. Porche jeppinn rak litla bílinn með spoilerinn úr bílastæðinu hans.
Djöfull lét ég vaða mig.
Var að hugsa um að lykla Porchinn.
Ég gerði það ekki.
Ég hugsa oft.
En framkvæmi aldrei.
Læra?
Taka til?
Lykla?
Borga sektina?
Borða?
En framkvæmi aldrei.
Það er bara ágætt. Er það ekki?
Ég hlóð iPoddinn. Nú þarf ég ekki að misbjóða eyrunum mínum með útvarpinu. Fjúkk.
Ég fór á Little Miss Sunshine í gær.
Það er bíómynd.
Þetta var mynd um mjög svo skrítna fjölskyldu og ég hef sko komist í tæri við skrítnar fjölskyldur en þessi var over the top.
Það er eiginlega allt á afturfótunum hjá þessum greyjum. En á krúttlegan og fyndin hátt. En aftur á móti hef ég verið sökuð um að vera sálarlaus skepna (aðallega eftir að ég tala um vinnuna mína, og svo þegar ég grét ekki yfir The Notebook) og það gæti verið ástæðan fyrir því að mér fannst þetta æðislega fyndin mynd.
Best að fara að gera eitthvað að viti. (framkvæmdarlaus hugsun í aðsigi)
Tinna - Leti er lífsstíl
PS. Ég þori ekki í dönsku á morgun.
Veit ekki hversu lengi í viðbót ég kemst upp með að vera með núll prósent af dönskubókum í þessum tímum.
tisa at 22:18
0 comments
þriðjudagur, janúar 23, 2007
Innskot
Ísland er betra en Frakkland. Fréttir?
Borgó sökkar á sokkum
Jarðfræðikennarinn minnir mig á aðstoðar indjánahöfðingja í Pókahontas. Satt?
Tinna - Leti er lífsstíll
tisa at 08:59
1 comments
sunnudagur, janúar 21, 2007
Hvað er að gerast í heiminum í dag?
Spurningin sem ég spurði sjálfa mig í dag þegar ég kveikti á Exinu í morgun: Hvað er að gerast í heiminum í dag? Þið takið eftir að ég fjarlægði slatta af blótsyrðum úr setningunni.
Íslensk dægurlög.
Öll um þegar Sigurður fór á sjó og trallalæ og hopp og hí.
Hvað er að gerast?
Ég er klárlega ekki nógu andskotans kát manneskja til að hlusta á svona lagað. Nóg af tralli, hvar er þunglyndið?
Nei ég tek nú mín gelðitímabil, eins og í gær.... en það er nú allt önnur og óblogghæf saga.
BOMM BOMM BOMM
Kannski að maður fái núna nokkur símtöl frá æsispenntu fólki sem getur ekki beðið eftir að fá að heyra frá spennandi laugardagskvöldinu mínu.
Já kannski bara það.
Steri the Stripper er 18 ára í dag. Á morgun munu foreldrar hennar loksins henda henni út með góðri samvisku.
En það er allt í lagi hún giftir sig bara og kaupir hús. Hún má. Hún er 18.
Sterinn og ég fengum okkur afmælis-morgunmat á Prikinu (klukkan þrjú)
Nachos, Franskar, Bragðarefur og beint út á Nes. Þannig á þetta að vera.
Já til hamingju Esther mín.
En ég var annars að pæla í svona .com síðum, eftir að Maggi fékk sér þannig. Ég hugsaði með mér að það væri miklu flottara að vera tisa.com.
En andskotinn hafi það. Það er til. Hversu fokking lengi þarf ég að drattast með þetta bandstrik fyrir aftan Tisu?
Og það besta er að það er ekkert á þessari stolnu tisa.com, EKKERT!
Welcome og asnaleg úrgáfa af RÚV merkinu.
Takk Maggi, þú gerðir mig pirraða.
Nú er ég svo pirruð að ég get ekki meir.
Farin að láta pirrið bitna á fjölskyldunni.
They love it.
Tinna - Leti er lífsstíll
tisa at 23:41
0 comments
þriðjudagur, janúar 16, 2007
Tréhæðin, DDD, Bubbi og fleira
Æi Tréhæðarþátturinn var þá ekkert spes, allir grátandi. Maður myndi halda þau væru orðin vön svona áföllum núna.
Ég hef ekkert að segja nema kannski til hamingju við Evu fyrst hún náði bílprófinu sínu í fyrstu tilraun. Það er ekkert eins sjálfsagt og fólk vill halda fram að ná þessum andskota í fyrsta skipti.
Ó nei herra Bob.
Annars er ekkert að frétta nema snjór. Ég hef ekki gaman að snjó. Hann er kaldur og fer alltaf ofan í skóna mína.
Annað sem ég hef ekki gaman að: Danska, Danmörk, Danir og dönskukennarar. DDD* áætlunin er komin aftur á skrið.
Fleira sem ég hef ekki gaman að: Smábörn. Ég tel mig ekki þurfa að útskýra það nánar.
Þetta gæti orðið langur listi ef ég held áfram. Það er ótrúlegt hvað fer mikið í taugarnar á mér.
Til dæmis SKO, það var nú meiri drullan. Ég er líka komin aftur til Símans, kom skríðandi aftur og grátbað um að taka við mér aftur. Símagaurinn í Kringlunni vildi lítið með mig hafa og vísaði mér annað, sölumaður ársins sá. En SmáralindarSímagaurinn tók við mér með opnum örmum. Því miður ekki bókstaflega.
Annars ætla ég að enda þetta með hugljúfum texta um einn vinsælasta tónlistarmann landsins, Bubba. Þetta var samið ásamt Viktor í leiðinlegasta dönskutíma sem ég hef nokkurntíma setið/legið í síðan ég byrjaði að læra dönsku fyrir fimm árum.
Þegar Bubbi fékk búlímíuBubbi sat á bryggju
baulaði sitt lag.
Hafði það í hyggju
að henda sér í bað.
Bubbi sat í baði
borðaði sinn snúð.
Sá á súkkulaði
stóran fituhnúð.
Viðlag:
Bubbi - Greyið Bubbi
Hann bubbar öllu upp
Bubbi stökk úr baði
búlímíu fékk.
Varð varanlegur skaði
við klósettið hann hékk.
Bubbi reynd'að borða
bubbaði því strax.
Hann verður hungurmorða
hann langar svo í lax
Viðlag:
Bubbi - Greyið Bubbi
Hann bubbar öllu upp
Það á að fylgja afskaplega falleg mynd af honum Bubba, en ég nenni ekki að kaupa skanna og setja hana inn á.
Tinna - Leti er lífstíll
*DDD = Deyðu Danska Deyðu
tisa at 19:27
4 comments
mánudagur, janúar 15, 2007
Unglingadrama dauðans
Þetta blogg verður skrifað á korteri.
Eftir þetta korter mun ég horfa á æsispennandi og dramatískan þátt af Einni Trébrekku.
Þetta er rosalegt Hailey er 17 ára gift og ólétt, og svo kom Daunte og keyrði á hana í stað Nathans en hann hafði fengið lán hjá Daunte í staðin fyrir að tapa körfuboltaleik en Nathan vildi svo ekki svíkja þjálfarann og liðsfélagana og vann leikinn og þá varð nú Daunte karlinn ekki kátur og keyrði á Hailey og klessti svo á. Nathan var nú ekki sáttur og drap hann en Dan kom og tók á sig sökina. Lucas fékk svo hjartaáfall í öllum látunum því hann sleppti því að taka lyfin sín til að hann gæti unnið leikin sjálfur því hann vissi að Nathan ætlaði að tapa.
Lucas byrjaði aftur með Peyton eftir að hún var alltaf að grenja í honum út af því að gaurinn sem þóttist vera týndur hálfbróðir hennar var stalker sem reyndi að nauðga henni en þá kom alvöru hálfbróðir hennar sem er í hernum og henti vonda karlinum í gegnum glugga í slow motion. Svo er Karen mamma hans sem er ólétt eftir Keith sem Dan bróðir hans drap og nú er Dan að reyna að koma sér í mjúkin á Karen aftur en hann yfirgaf hana fyrir Deb sem er nú geðveikur dópisti sem reyndi að brenna Dan inn í bílabúðinni sinni en Lucas bjargaði honum hetjulega í slow motion rétt áður en allt sprakk í háaloft.
Bara ef ég lifði svona viðburðaríku lífi. Jeez.
Best að sjá hvað gerist núna. Þetta er ávanabindani stuff. Svona eins og Kristall Plús.
Tinna - Leti er líftíll
tisa at 19:45
0 comments
sunnudagur, janúar 07, 2007
Reykjanesskaginn er fullkannaður og þar fundust ekkert nema lygar um bláa liti
Það er ein vika búin af þessu ári.
Það er samt ekkert ástæðan fyrir þessu bloggi.
Reyndar hef ég aldrei bloggað af neinni ástæðu.
Og þetta mun verða mjög ástæðulaust blogg.
Kannski bara til þess að fræða fólk um hvernig örvhent sautján ára manneskja sem kann ekkert í frönsku hagar lífi sínu.
Ég hef reyndar ekki afrekað mikið á þessari viku. Eiginlega bara ekkert.
Nema...
Ég fór í Bláa lónið. Ég villtist reyndar fyrst og fór til Grindavíkur.
Bláa lónið er í raun og veru hvítt á litinn.
Skrítið hvernig fólk nefnir hluti bláa sem eru svo ekkert bláir. Bláa lónið og Blái salurinn. Veit ekki um fleiri óbláa hluti sem bera blá nöfn, en ég ætla svo sannarlega að skrá það niður hjá mér ef ég finn einhverja.
Ég bjó til brauðrétt a la Tinna og Freyja. Tinna og Freyja kunna ekki að opna dós. Frekar vandræðalegt að þurfa að brjótast inn í annarra manna eldhús og stela dósaopnara.
En brauðrétturinn bragðaðist mjög vel. Stefnan er tekin á túnfiskbrauðtertu mjög fljótlega.
Stay tuned.
Ég held ég hafi einhverntíman minnst á það að þurfa að fara að stunda það að fara í ævintýraleiðangra svo ég hefði frá einhverju að segja.
Og viti menn.
Ég og Esther hin síhlæjandi lögðum í einn þannig leiðangur. Stefnan var tekin á Álftanes.
Við keyrðum þangað og enduðum hjá einhverjum sveitabæ. Þar sem Álftanes sökkaði og var alveg ævintýrasnautt keyrðum við áliðeiðis til Keflavíkur með smá krók til Hvassahrauns. Á leiðinni á Hvassahraun sannfærðist Esther um að við myndum líklegast verða skotnar. Svo hún keyrði út af veginum og upp á þjóðveginn, rakleiðis til Keflavíkur þar sem við fundum ofskreyttasta hús í heimi, holóttasta veg í heimi og sjoppu.
Ég sem sagt sökka í ævintýraleit.
En það þýðir ekki að gefast upp. Ég mun halda leitinni áfram að skemmtilegu ævintýri bara til þess að geta skrifað um það.
Kannski á Akranesi. Hver veit?
Tinna - Leti er lífstíll
tisa at 18:03
2 comments
mánudagur, janúar 01, 2007
Tvöþúsund og sjö
Árið búið.
Ég strengdi ekki áramótaheit. Annars yrði ég bara fyrir vonbrigðum með sjálfa mig.
Annars var árið svona:
Fékk bílpróf eftir að hafa fallið smá.
Ég keypti svo fallegan bíl með spoiler, sem hefur bara bilað einu sinni. Þá bíllinn sko.
Ég átti líka afmæli á árinu, en það gerist hvort sem er á hverju ári.
Ég held ég muni ekki eftir neinu öðru.
Jú.
Ég lenti í óskemmtilegu bílslysi og og tveimur ákeyrslum.
Ég færði mig til SKO af því að hringdi svo hress gaur í mig.
Ég held ég hafi hætt og byrjað í sambandi svona fimm sinnum ... og skandalaði smá.
Ég fékk mér göt í eyrun. Aftur.
Ég datt örugglega 365 sinnum sem gerir að meðaltali einu sinni á dag.
Ég blótaði mun oftar.
Ég fór ekki til útlanda en bæti úr því á þessu ári.
Ég ferðaðist ekkert, fyrir utan eina útilegu á Þingvelli.
Ég vann á Hrafnisu og var næstum hætt 365 sinnum en það gerir að meðaltali einu sinni á dag.
Ég var í Kvennó og féll ekki. Ekki einu sinni niður stigann í A!
Ég sagði alltof marga aulabrandara sem ég hló ein að og kannski Esther.
Ég keyrði held ég 12.ooo kílómetra... bara á höfuðborgarsvæðinu, hef ekki einu sinni keyrt í Mosó.
Ég sló mitt persónulega met í að versla.
Ég sló mitt persónulega met í að fara í bíó.
Ég klippti hárið mitt af.
Ég las bara tvær bækur.
Ég tók þátt í ræðukeppni.
Ég bakkaði ekkert á.
Ég keyrði hins vegar yfir mús.
Ég stóð ekki við neinar morðhótanir.
Svo svaf ég inn á milli þessa alls.
En hverjum er ekki sama?
Áramótin voru fín hjá mér ég sprengdi ekkert, alveg eins og ég hafði ákveðið.
Fór upp á slysó vegna Sprite-neyðartilfellis.
Allt saman voða gaman.
....
Spurning um að standa sig betur í blogginu á nýju ári. Er með nýjar pantanir í ævisögunum og svona. Ég dútla mér með það á árinu.
Annars vil ég bara þakka fyrir árið. En nú er komið betra ár. Árið sem maður verður átján ára.
Árið sem Margrét fær kannski bílpróf.
Árið sem ég fer til Ástralíu.
Árið sem ég kannski fæ mér aðra vinnu.
Árið sem Johnny Depp skilur við kerlinguna sína og giftist mér.
Gleðilegt ár.
Tinna - Leti er lífsstíll ársins 2007
tisa at 20:10
0 comments